Fréttir

Aðventukvöld 1. des

Á fyrsta sunnudegi í aðventu, 1. des kl. 20:00, verður aðventukvöld í Fella- og Hólakirkju. Prestarnir okkar leiða stundina og lesa ritningartexta. Kór Fella- og Hólakirkju flytur fallega og hugljúfa jólatónlist undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Matthías Stefánsson leikur á fiðlu. Hera Björk Þórhallsdóttir syngur einsöng. Sr. Vigfús Bjarni Albertsson, forstöðumaður fjölskyldu- og sálgæsluþjónustu kirkjunnar, [...]

By |2024-11-29T11:49:26+00:0026. nóvember 2024 | 13:47|

Kvöldmessa 17. nóv

Næsta sunnudag verður kvöldmessa kl. 20:00 í Fella- og Hólakirkju. Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar. Félagar úr kór Fella- og Hólakirkju leiða tónlistina undir stjórn Arnhildar organista. Heiðrún Björt Sigurðardóttir, söngnemandi frá Söngskólanum í Reykjavík, syngur einsöng. Verið hjartanlega velkomin.

By |2024-11-17T11:18:28+00:0014. nóvember 2024 | 16:45|

Kvöldmessa 10. nóv

Sunnudaginn 10. nóvember er kristniboðsdagurinn. Þá verður kvöldmessa í Fella- og Hólakirkju kl. 20:00. Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar. Ragnhildur Ásgeirsdóttir leiðir tónlistina. Verið hjartanlega velkomin.

By |2024-11-10T17:00:01+00:009. nóvember 2024 | 16:41|

Allra heilagra messa í Fella- og Hólakirkju

Næsta sunnudag verður kvöldmessa í Fella- og Hólakirkju kl. 20:00. Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar. Gissur Páll Gissurarson syngur og leiðir tónlistina ásamt Arnhildi Valgarðsdóttur, organista. Minningarstund látinna ástvina fer fram í guðsþjónustunni við kertaljós. Verið hjartanlega velkomin.

By |2024-10-31T13:17:22+00:0031. október 2024 | 13:17|

Fjölskylduguðsþjónusta sunnudaginn 27. október

Sunnudaginn næstkomandi klukkan 11:00 verður fjölskylduguðsþjónusta í Fella-og Hólakirkju. Sr. Jón Ómar Gunnarsson ásamt æskulýðsleiðtoganum Nönnu Birgisdóttur Hafberg leiða stundina. Ragnhildur Ásgerisdóttir spilar undir og leiðir almennan söng. Boðið verður upp á heita kanilsnúða og skúffuköku eftir stundina. Verið hjartanlega velkomin kl. 11:00 í Fella-og Hólakirkju.   Í Breiðholtskirkju verður kvöldmessa kl. 20:00 - nánari [...]

By |2024-10-24T12:23:29+00:0023. október 2024 | 13:01|

Bleik kvöldmessa 20. okt

Bleik messa sunnudaginn 20. október, kl. 20:00. Sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Kór Fella- og Hólakirkju syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Kirkjan tekur þátt í átaki Bleiku Slaufunar til stuðnings Krabbameinsrannsóknum. Hvetjum alla kirkjugesti að mæta í bleiku. Verið hjartanlega velkomin næsta sunnudag.

By |2024-10-17T11:25:08+00:0017. október 2024 | 11:22|

Kvöldmessa 13. okt

Næsta sunnudag verður guðsþjónusta kl. 20:00 í Fella- og Hólakirkju. Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar. Íris Rós Ragnhildardóttir leiðir tónlistina. Kaffi og spjall eftir stundina. Verið hjartanlega velkomin.

By |2024-10-12T14:56:15+00:0012. október 2024 | 14:56|

Sunnudaginn 6. október

Sunnudaginn n.k. verður kvöldmessa kl. 20. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar og predikar. Kór kirkjunnar leiðir söng undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur.

By |2024-10-03T15:13:18+00:003. október 2024 | 14:45|

Fjölskyldumessa 29. sept

Næsta sunnudag, 29. september, verður fjölskylduguðsþjónusta kl. 11:00. Það verður mikið sungið, dansað og slegið á létta strengi. Sr. Pétur Ragnhildarson leiðir stundina ásamt Nönnu Birgisdóttur Hafberg æskulýðsfulltrúa. Íris Rós Ragnhildardóttir leikur undir söng. Boðið verður upp á smákökur, kanilsnúða og djús eftir stundina. Allar fjölskyldur velkomnar.   Í Breiðholtskirkju verður kvöldmessa kl. 20:00. Frekari [...]

By |2024-09-25T15:47:57+00:0025. september 2024 | 15:46|
Go to Top