Skírdagur 17. apríl

Fermingarmessa kl. 11:00. Sr. Jón Ómar Gunnarsson og sr. Pétur Ragnhildarson þjóna. Kór Fella- og Hólakirkju syngur og leiðir tónlistina. Organisti er Aðalheiður Þorsteinsdóttir.

Föstudagurinn langi 18. apríl

Stabat Mater Dolorosa – María stóð við krossinn eftir Giovanni Battista Pergolesi (1710-1736) kl. 14:00. Vera Hjördís Matsdóttir sópran og Erla Dóra Vogler mezzosópran flytja verkið. Arnhildur Valgarðsdóttir leikur á píanó og Matthías Stefánsson á fiðlu. Sr. Jón Ómar Gunnarsson leiðir stundina. Enginn aðgangseyrir – allir velkomnir.

Páskadagur – 20. apríl

Hátíðarguðsþjónusta kl. 09:00. Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arngerðar Maríu organista. Sunnudagaskólinn verður á sama tíma og verður þar boðið upp á páskaeggjaleit. Að guðsþjónustunni lokinni verður kirkjugestum boðið upp á heitt súkkulaði og til morgunverðar í safnaðarsal kirkjunnar.