Kæru vinir,
Sóknarnefnd, prestar og starfsfólk Fella- og Hólakirkju óska ykkur gleðilegra jóla og bjóða ykkur velkomin í aftansöng og miðnæturguðsþjónustu á aðfangadagskvöld og hátíðarmessur á jóladag og nýársdag í kirkjunni ykkar, Fella- og Hólakirkju.
Aðfangadagur
Aftansöngur kl. 18
Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar.
Kór Fella-og Hólakirkju syngur.
Xu Wen syngur einsöng.
Organisti: Kristín Jóhannesdóttir.
Miðnæturmessa kl. 23:30.
Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar og prédikar.
Einar Clausen syngur einsöng og leiðir tónlistina ásamt Arnhildi Valgarðsdóttur organista og Matthíasi Stefánssyni fiðluleikara.
Jóladagur
Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.
Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar.
Kór Fella-og Hólakirkju syngur.
Organisti: Kristín Jóhannesdóttir.
Nýársdagur
Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.
Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar.
Kór Fella-og Hólakirkju syngur.
Organisti: Arngerður María Árnadóttir.
Á gamlárskvöld verður einnig aftansöngur í Breiðholtskirkju kl. 18 þar sem sr. Jón Ómar þjónar fyrir altari.
Við hlökkum til að sjá ykkur um hátíðarnar í Fella- og Hólakirkju.