Á öðrum sunnudegi í aðventu, 8. des næstkomandi, verður aðventustund barnanna kl. 17:00.

Sr. Pétur Ragnhildarson leiðir stundina ásamt Nönnu Birgisdóttur Hafberg æskulýðsfulltrúa.

Barnakórar Hólabrekkuskóla og Fellaskóla leiða tónlistina undir stjórn Diljár Sigursveinsdóttur og Önnu Margrétar Óskarsdóttur. Fiðluhópur úr Tónskóla Sigursveins spilar. Undirleikari er Arnhildur Valgarðsdóttir organisti.

Kveikt verður á Betlehemskertinu á aðventukransinum.

Jólasveinn kemur í heimsókn og gefur börnunum góðgæti.

Létt og skemmtileg aðventustund sem kemur öllum í jólaskap.

Hlökkum til að sjá ykkur.