Nú er skráning í fermingarfræðslu og fermingar vorið 2025 í fullum gangi og ennþá er hægt að bætast í hópinn. Fræðslan hefst fimmtudagskvöldið 19. sept með fundi fermingarbarna og foreldra þeirra kl. 20:00 í Fella- og Hólakirkju. Þar verður dagskrá vetrarins kynnt og farið yfir öll praktísk atriði.
Ferming er alltaf stór stund í lífi hvers ungmennis og fermingarfræðslan gott veganesti út í lífið. Við leggjum okkur fram um að gera fermingarveturinn eftirminnilegan, þroskandi og innihaldsríkan og verður boðið upp á fjölmarga skemmtilega viðburði líkt og fermingarferð í Vatnaskóg og fermingarmót með öllum fermingarbörnum í Breiðholti.
Umsjón með fermingarfræðslunni hafa sr. Jón Ómar og sr. Pétur og eru frekari upplýsingar um fræðsluna hér.
Mikilvægt er að þau sem ætla að vera með skrái sig til leiks sem fyrst. Skráning í fermingarfræðslu.