Næsta sunnudag, 9. júní er fyrsta gönguguðsþjónusta sumarsins hjá söfnuðunum í Breiðholti.
Gengið verður frá Fella- og Hólakirkju kl. 10:00 til guðsþjónustu í Breiðholtskirkju kl. 11:00.
Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar.
Gleðisveitin sívinsæla með Perlu Magnúsdóttur í forsvari leiðir safnaðarsönginn og flytur tónlistaratriði. Gleðisveitin er kirkjugestum í Fella- og Hólakirkju vel kunnug enda skemmtir sveitin reglulega í eldri borgarastarfinu á þriðjudögum og tekst alltaf að smita frá sér gleði og vekja mikla lukku.
Eftir stundina verður boðið upp á messukaffi.
Gönguguðsþjónusturnar í Breiðholti eru orðnar að áralangri hefð. Þetta eru góðar og uppbyggilegar stundir og hvetjum við Breiðhyltinga nær og fjær til að taka þátt. Þau sem treysta sér ekki í gönguna geta mætt beint í guðsþjónustuna.
16. júní er gengið frá Breiðholtskirkju að Seljakirkju.
23. júní er gengið frá Seljakirkju að Fella- og Hólakirkju.
30. júní er gengið frá Breiðholtskirkju að Seljakirkju.
7. júlí er gengið frá Seljakirkju að Fella- og Hólakirkju.