Á hvítasunnudag, 19. maí næstkomandi, verður fermingarmessa kl. 11:00 í Fella- og Hólakirkju.
Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og kór Fella- og Hólakirkju syngur. Organisti er Kristín Jóhannesdóttir. Í athöfninni fermast síðustu tvö börnin í prestakallinu þetta vorið og óskum við þeim og fjölskyldum þeirra innilega til hamingju.
Kl. 14:00 verður hátíðarguðsþjónusta í Breiðholtskirkju sem er sameiginleg stund safnaðanna í Breiðholtsprestakalli og Alþjóðlega safnaðarins. Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og sr. Toshiki Toma prédikar. Kór Breiðholtskirkju leiðir tónlistina undir stjórn Arnar Magnússonar organista. Verið hjartanlega velkomin.