Næsta þriðjudag verður ekki kyrrðarstund og eldri borgarastarf líkt og venjulega heldur verður hin árlega Góugleði Fella- og Hólakirkju um kvöldið. Dagskráin er spennandi og skemmtileg.
Samveran hefst kl. 18:00 á fordrykk. Eftir það verður haldið inn í kirkju þar sem Arnhildur organisti og félagar úr Kór Fella- og Hólakirkju syngja fyrir okkur og leiða samsöng.
Að því loknu förum við inn í safnaðarsal þar sem verður boðið upp á veglegan þriggja rétta kvöldverð frá Múlakaffi.
Veislustjóri kvöldsins verður Perla Magnúsdóttir, forsöngvari í Gleðisveitinni sem er kirkjugestum vel kunnug. Prestarnir munu einnig stíga á stokk og verða með pöbb kviss spurningakeppni.
Samveran endar á harmonikkuspili og léttum nótum.
Þátttaka kostar 8.500 kr. og er enn hægt að skrá sig til leiks.
Skráning fer fram hjá Steinunni djákna í s: 8983096. Einnig er hægt að hafa beint samband við sr. Jón Ómar og sr. Pétur til þess að skrá sig.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest á þriðjudagskvöldið.