Á fyrsta sunnudegi í aðventu, 3. des kl. 20:00, verður aðventukvöld í Fella- og Hólakirkju.
Prestarnir okkar leiða stundina og lesa ritningartexta og jólasögu.
Kór Fella- og Hólakirkju flytur fallega og hugljúfa jólatónlist undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista.
Greta Salóme Stefánsdóttir syngur einsöng og leikur á fiðlu.
Sara Björg Sigurðardóttir, formaður íbúðaráðs í Breiðholti og varaborgarfulltrúi, flytur aðventuhugvekju.
Aðventukvöldið endar á samsöng við kertaljós eins og hefð er fyrir þar sem kirkjugestir synga Heims um ból.
Eftir stundina verður boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur.
Verið hjartanlega velkomin.