Næsta sunnudag, 12. nóv, verður guðsþjónusta kl. 17:00.
Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar.
Það verður mikil tónlistarveisla í guðsþjónustunni en kór Fella- og Hólakirkju leiðir safnaðarsöngin undir stjórn Arnhildar organista.
Kór Fjölmenntar kemur einnig fram og verður með tónlistaratriði.
Að lokum syngur einsöng, Halldóra Sólveig Einarsdóttir, söngnemandi við Domus Vox.
Heiðrún Kristín Guðvarðardóttir er meðhjálpari.
Barn verður borið til skírnar í guðsþjónustunni.
Verið hjartanlega velkomin til kirkju á sunnudaginn.