Á morgun verður kyrrðarstund að venju klukkan 12:00 í Fella- og Hólakirkju. Steinunn djákni leiðir stundina og Arnhildur leikur á orgelið.

Eftir stundina verður sviðaveisla í safnaðarheimilinu að hætti Kristínar og Jóhönnu, fyrrum kirkjuvarða.

Í félagsstarfi eldri borgara fáum við góða gesti en Gleðisveitin með Perlu Magnúsdóttur í forsvari mætir og leiðir söngstund. Gleðisveitin ber nafn með rentu og smitar alltaf út frá sér gleði og stemmningu.

Verið hjartanlega velkomin.

 

Gleðisveitin

Sr. Jón virðir fyrir sér sviðin.