Næsta laugardag verður flóamarkaður í Breiðholtskirkju kl. 13:00. Tekið verður á móti munum og gjöfum kl. 10-12. Til sölu verður fatnaður, skrautmunir, nytjavörur og fleira. Boðið verður upp á kaffisölu á staðnum.
Hollvinafélag Breiðholtskirkju heldur flóamarkað árlega til þess að afla fjár til stuðnings við safnaðarstarf kirkjunnar. Á undanförnum árum hefur hollvinafélagið m.a. gefið kirkjunni nýjar sálmabækur.
Breiðholtskirkja og Fella- og Hólakirkja starfa náið saman á ýmsum sviðum enda þjóna prestarnir okkar báðum söfnuðum. Við hvetjum því sóknarbörn í Efra-Breiðholti til þess að fjölmenna í Breiðholtskirkju á laugardaginn og styðja við hollvinafélagið.