Innsetningarmessan sunnudaginn 27. ágúst kl. 11:00 þá mun sr. Gísli Jónasson, prófastur í Reykjarvíkurprófastsdæmi eystra setja sr. Jón Ómar Gunnarsson inn í embætti prests í Fella-og Hólakirkju. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar fyrir altari. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir og Inga Backmann syngja einsöng. Reynir Þormar Þórisson spilar á saxafón.
Kaffiveitingar að messu lokinni
Verið Velkomin