Þessir tímar henta öllum og er algjörlega áreynslulausar. Þorgerður leiðir okkur í slökun og hugleiðslu sem þarfnast engrar sérþekkingar eða reynslu og Kristín djákni leiðir okkur inn í fyrirbæn. Þetta eru dásamlegar stundir sem allir ættu að geta nýtt sér til að losa um þá streitu og spennu sem fylgir hraða og annríki nútímans. Það eina sem þú þarft að gera er að láta fara vel um þig og njóta.
Verið velkomin