Sameining Fella- og Hólabrekkusókna
Á kirkjuþingi 2016 var samþykkt sameining Fella- og Hólabrekkusókna í Reykjavíkurprófastdæmi eystra í eina sókn, Fella-og Hólasókn. Öðlast þessi sameining gildi 30. nóvember 2016. Á sama tíma sameinast Fellaprestakall og Hólabrekkuprestakall í eitt prestakall, Fella-og Hólaprestakall. Í samræmi við þetta er hér með boðað til stofnfundar hinnar sameinuðu sóknar þriðjudaginn 13. desember kl. 18.00 í Fella- og Hólakirkju.
Á þessum fundi fer fram kjör til nýrrar sóknarnefndar og til annarra trúnaðarstarfa í prestakallinu, þar á meðal verður kosin ný kjörnefnd hins sameinaða prestakalls. Einnig verður fjallað um önnur þau mál sem varða sameiningu sóknanna.