Fimmtudaginn 8. desember kl. 20 heldur sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson stuttan fyrirlestur með myndum um hina
hliðina á jólahaldinu.
Því miður finna margir til kvíða og verða áhyggjufullir um jólin. Gömul sár opnast og endurminningar um hræðilega hluti vakna hjá fleirum en okkur grunar. Enn aðrir finna fyrir vanmætti vegna fátæktar. Hjá öllu þessu fólki eru jólin ekki góður tími. Samt eru svo margir að segja að jólin séu yndisleg.