Guðsþjónusta kl. 11. Messan er tileinkuð eldri borgurum. Gerðubergskórinn syngur undir stjórn Kára Friðrikssonar, undirleikari er Arnhildur Valgarðsdóttir organisti. Félagar úr eldri borgarastarfinu taka virkan þátt með lestri ritningarlestra og bæna.  Prestar og djákni kirkjunar þjóna. Boðið upp á  veitingar í safnaðarheimilinu að messu lokinni.

Sunnudagaskólinn á sama tíma í umsjá Péturs og félaga.

Verið hjartanlega velkomin