Við vorum svo lukkuleg að fá söngkonuna Svanlaugu eða Svönu Jóhannsdóttur til að syngja fyrir okkur í dag. Svana var að æfa fyrir tónleika sem hún verður með hjá okkur miðvikudaginn 9. nóvember kl. 20.30 og tók svona líka vel í að syngja fyrir okkur. Það er bara eitt orð sem hægt er að segja stórkostleg. Takk fyrir okkur og þeir sem komast á tónleikana skulu endilega drífa sig.