Bleik guðsþjónusta verður sunnudaginn 16. október kl. 11. Í messunni verður sérstaklega minnst átaks Krabbameinsfélagsins, Bleiku slaufunnar og beðið fyrir krabbameinssjúkum og fjölskyldum þeirra. Prestur Kristinn Ágúst Friðfinnsson leiðir stundina og blessar ásamt Kristínu Kristjánsdóttur djákna. Konur úr sóknanefndum lesa ritningaorð. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Jón Magnús Jónsson frá Reykjum Mosfellsbæ syngur einsöng.
Það fer vel á því að vera í einhverju bleiku eða með eitthvað bleikt við þessa guðsþjónustu. Notaleg og uppbyggileg stund.
Sunnudagaskólinn á sama tíma í umsjá Péturs og félaga.
Verið velkomin