Við tókum undir okkur kennslustofuna í kirkjunni í gær og útbjuggum 7.holu púttvöll við frábærar undirtektir eldri borgaranna. Ákveðið hefur verið að gera þennan viðburð árlegan og kalla hann „Fella- og Hólakirkju Open “ að golfara sið. Að sjálfsögðu voru verðlaun fyrir besta skorið og urðu Sigursteinna og Palli efst.
Október mánuður er tileinkaður hreyfingu og heilsu hjá okkur hér í Fella – og Hólakirkju og næsta þriðjudag munum við halda áfram að leika okkur og spilum Botsía. Hér koma svipmyndir frá golfmótinu.