Á þriðjudaginn förum við í Borgarfjörðinn. Lagt verður af stað frá kirkjunni kl. 10 um morguninn. Við eigum heimboð að bænum Kolsstöðum við Hvítársíðu. Skoðum listaverkin hans Páls í Húsafelli. Heimsækjum Geitabúið á Háfelli og endum daginn í kvöldverði á hótel Hafnafjalli. Fullt er í ferðina.
Hlökkum til að sjá ykkur