Félagsstarf eldri borgara byrjar aftur eftir páskafrí þriðjudaginn 5. apríl. Kyrrðarstund kl. 12. Súpa eftir stundina. Við fáum góðan gest í heimsókn. Arnþrúður Ösp Karlsdóttir syngur ásamt Arnhildi organista sem leikur undir á píanó. Spilum, prjónum, lítum í blöðin og eigum góða samveru saman.
Allir velkomnir