ÆSKULÝÐSDAGURINN SUNNUDAGINN 6. mars

Það verður annarssamur dagur hjá okkur í Fella – og Hólakirkju á sunnudaginn. Við byrjum á Fjölskylduguðsþjónusta kl.11. Sr. Svavar Stefánsson þjónar ásamt Pétri Ragnhildarsyni sem hefur umsjón með stundinni.

það verður mikill söngur og fjölbreytt og skemmtileg dagskrá.

Kaffisopi eftir stundina.

Síðan er Dýrfirðingamessa kl. 14.00. Sr. Svavar Stefánsson þjónar og Kristín Jónsdóttir úr Haukadal flytur hugvekju dagsins. Kór brottfluttra Dýrfirðinga leiðir safnaðarsöng undir stjórn Guðbjargar Leifsdóttur. Þessi stund í kirkjunni hefur alltaf verið sérlega ánægjuleg byrjun á Kaffideginum.

Um kvöldið kl. 20 er síðan Léttmessa. Unga fólkið okkar úr æskulýsstarfinu heldur utan um stundina og Svavar Knútur leikur og syngur.

Hlökkum til að sjá ykkur