Aðventa og jól í Fella- og Hólakirkju
Tónleikar og Helgihald
Fyrsti í aðventu 29. nóvember
Sunnudagaskóli kl. 11. Í umsjá Ástu og Guðlaugar.
Aðventukvöld kl. 20. Kórar kirkjunnar syngja undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Litrófið sýnir helgileik. Fiðlunemendur frá Tónskóla Sigursveins spila. Kristín Kristjánsdóttir djákni flytur hugvekju. Almennur safnaðarsöngur. Kveikt á kertum og við undirbúum okkar fyrir hátíðina sem í vændum er. Heitt súkkulaði og smákökur eftir samveruna.
Annar í aðventu 6. desember
Guðsþjónusta kl. 11. Prestur Guðmundur Karl Ágústsson, organisti Arnhildur Valgarðsdóttir. Særún Harðardóttir syngur einsöng.
Sunnudagaskólinn kl. 11. Umsjón Pétur Ragnhildarson
Þriðji sunnudagur í aðventu 13. desember
Jólaball sunnudagsskólans kl. 11.
Dansað i kringum jólatréð og jólasveinar koma í heimsókn.
Fjórði sunnudagur í aðventu 20. desember
Aðventuguðsþjónusta kl. 11. Jólasöngvar við kertaljós. Prestur Svavar Stefánsson þjónar. Leikmenn lesa ritningatexta sem tengjast jólunum.
Bænastund á vegum Norðfirðingafélagsins í Reykjavík kl. 17. Prestur Svavar Stefánsson
Dagskrá jólanna í Fella – og Hólakirkju
Aðfangadagur jóla 24. desember
Aftansöngur kl. 18. Prestur Svavar Stefánsson. Arnhildur Valgarðsdóttir organisti. Kór kirkjunnar syngjur. Einsöngur Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir
Aftansöngur kl. 23.30. Prestur Guðmundur Karl Ágústsson. Arnhildur Valgarðsdóttir organisti og kór kirkjunnar syngur. Einsöngur Sólrún Bragadóttir.
Jóladagur 25. Desember
Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Prestur Guðmundur Karl Ágústsson. Arnhildur Valgarðsdóttir organisti og kór kirkjunnar syngur.
Gamlársdagur 31. Desember
Aftansöngur kl. 18. Prestur Guðmundur Karl Ágústsson. Arnhildur Valgarðsdóttir organisti og kór kirkjunnar syngur. Einsöngvari Sigurður Skagfjörð.
Nýjarsdagur 1. janúar 2016
Hátiðarguðsþjónusta kl. 14. Prestur Svavar Stefánsson Arnhildur Valgarðsdóttir organisti og kór kirkjunnar syngur.
Tónleikar og viðburðir á aðventu
8. des
Jólafönn, stórtónleikar með öllum kórum Fella- og Hólakirkju og Gretu Salóme og hljómsveitinni Swing Kompaní. Fjölbreytt jóladagskrá við allra hæfi. Verð kr 3.500.
Jólastund eldri borgara kl. 12
10. des
Jólatónleikar Breiðfirðingakórsins
13. des
Jólatónleikar Samkórs Reykjavíkur og sönghópsins Norðurljósa kl. 20
17. des
Jólahelgistund félagsstarfs Gerðubergs. kl. 13.30 Prestur heyrnalausa Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir ásamt prestum kirkjunnar sjá um stundina. Börn frá leikskólanum Hraunborg og Gerðubergskórinn syngja jólalög undir stjórn Kára Friðrikssonar og Arnhildar Valgarsdóttur organista. Kakó og smákökur a lokinni helgistund.