Það hefur verið nóg um að vera í kirkjunni undanfarna daga Vetrastarfið hófst aftur eftir sumarfrí með fjölskyldumessu í gær og sunnudagaskólinn hóf sitt starf. Það var fjölmenni í guðsþjónustunni og mörg ný andlit sáust sem við bjóðum hjartanlega velkomin. Í þessari viku hefst æskulýðsstarfið með Pétri, Ástu Guðrúnu og Guðlaugu Maríu. Síðan er eldri borgarastarfið og foreldramorgnar á sínum tíma eins og venjulega og tónlistastarfið auðvitað sem byrjar líka svo það er líf og fjör hjá okkur þessa dagana.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.