Sunnudaginn 6.september hefst barnastarfið aftur eftir sumarfrí. Við byrjum af krafti á fjölskylduguðsþjónustu kl. 11.00. Það verður mikil hátíð, söngur og gleði. Pétur mætir hress og kátur til starfa og hlakkar til að hitta ykkur . Sr. Guðmundur Karl Ágústsson predikar og þjónar og nýji organistinn okkar Arnhildur Valgarðsdóttir spilar.
Verið öll hjartanlega velkomin
Kaffisopi eftir stundina