Helgistund verður sunnudagskvöldið 30. ágúst kl. 20. Sr. Svavar Stefánsson þjónar fyrir altari. Þórey Dögg Jónsdóttir, djákni, framkvæmdastjóri Eldriborgararáðs Reykjavíkurprófastsdæma prédikar. Organisti er Guðný Einarsdóttir og stjórnar söng kórs kirkjunnar.
Guðný Einarsdóttir lætur af starfi organista kirkjunnar nú um mánaðarmótin og verður þetta því hennar síðasta verkefni sem organisti í Fella- og Hólakirkju.
Að lokinni helgistundinni verður boðið upp á kaffisopa í safnaðarsal kirkjunnar.
Verið hjartanlega velkomin til kirkju en sunnudagurinn 30. ágúst er dagur kærleiksþjónustunnar í kirkjunni og verður þess minnst.