Miðvikudaginn 1. júlí kl. 20 mun Messiaskirkens Koncertkor halda tónleika í Fella- og Hólakirkju ásamt Svöfu Þórhallsdóttur, sópransöngkonu. Á tónleikunum verða flutt verk eftir Carl Nielsen, en í ár eru liðin 150 ár frá fæðingu hans. Meðleikari á tónleikunum er Sandra Mogensen píanóleikari og stjórnandi er Krisztina Vas Nørbæk.
Messiaskirkens Koncertkor var stofnaður árið 1957 og syngur við Messiaskirkjuna í Charlottenlund. Kórinn hefur flutt fjölda stórra verka og farið í tónleikaferðalög víða um heim.