Árleg vorferð okkar verður farin þann 19. maí og förum við að þessu sinni austur fyrir fjall upp Skeið og það sem leið liggur í Þjórsárdal. Við skoðum sýninguna Þjórsárstofu í Árnesi, sögufræga timburkirkju á Stóra–Núpi og margt fleira sem þessi fallega og sögufræga sveit hefur upp á að bjóða. Við ökum Landssveit, komum við á Hellu og skoðum kirkjustaðinn Odda á Rangárvöllum.
Borðum nesti, syngjum og gleðjumst saman.
Snæðum svo ljúffengan kvöldverð í hinum margrómaða Tryggvaskála á Selfossi.
Brottför frá Fella- og Hólakirkju kl. 10.00 og áætluð heimkoma um kl. 21.00
Verð kr. 6.000 á mann.
Skráning og nánari upplýsingar í síma 557 3280