Þann 30. apríl kl. 20 verður Karlakór Selfoss með tónleika í kirkjunni á 50. starfsári sínu. Stjórnandi er Loftur Erlingsson en undirleik á píanó verður í höndum Jóns Bjarnasonar.
Þann 2. maí kl.15 verður Kvennakór Hafnarfjarðar með 20 ára afmælistónleika í Fella- og Hólakirkju. Margrét Eir og Páll Rósinkranz syngja með kórnum. Stjórnandi er Erna Guðmundsdóttir. Undirleikur verður á píanó, bassa og flautu.
Miðar á tónleikana verða til sölu við innganginn. Ástæða til að hvetja fólk að mæta og hlýða á fallegan söng í vornæðingnum.’