Næsta sunnudag er fjölskylduguðsþjónusta í umsjá Péturs og Hreins. Litrófið syngur undir stjórn Sólveigar Önnu Aradóttur og Örn Ýmis Arasonar. Það verður líf og fjör á lokahátíð sunnudagaskólans, söngur og gleði. Viktor lætur sig ekki vanta og boðið verður upp á pylsur í lokin.
Prestur Svavar Stefánsson, kirkjuvörður Jóhanna Freyja Björnsdóttir.
Allir hjartanlega velkomnir.