Félagsstarfið í dag verður óhefðbundið og við bregðum okkur af bæ. Kyrrðarstundin fellur niður en hefðbundið starf verður eftir kl. 14.00.
Í tilefni af 200 ára afmælisári Hins íslenska biblíufélags verður haldin málstofa um kristniboðann Ólaf Ólafsson og okkur er boðið í heimsókn.
Við leggjum af stað frá kirkjunni kl. 11. 45 með rútu og gerum ráð fyrir að vera komin til baka um kl. 14.00.
Þá er hefðbundin dagskrá.
Verið innilega velkomin.