Sunnudaginn 19. apríl er guðsþjónusta kl. 11. Prestur Svavar Stefánsson predikar og þjónar fyrir altari ásamt Kristínu Kristjánsdóttur djákna sem les texta dagsins. Kór kirkjunnar leiðir safnaðarsöng undir stjórn Eyþórs Franzsonar Wechner . Heimir Guðmundsson og Sævar Breki Einarsson leika á Básúnur.
Á sama tíma er sunnudagsskólinn í umsjón Péturs og Hreins. Skemmtilegt og fræðandi barnastarf.
Kaffisopi eftir stundina.
Verið hjartanlega velkomin