Góugleði Fella- og Hólakirkju
Hin árlega Góugleði Fella- og Hólakirkju verður haldin þriðjudagskvöldið 17.mars kl.18. Að venju verður glæsilegur kvöldverður og fjölbreytt og skemmtileg dagskrá.
Maturinn kemur frá hinum rómaða Lárusi Loftssyni og að venju verður engin svikinn af honum, að þessu sinni bíður hann upp á tvíréttaða máltíð og eftirrétt. Skemmtiatriði kvöldsins verða ekki að verri endanum en Einar Clausen tenór syngur nokkur lög í upphafi og kemur okkur í veisluskap. Pétur og Hreinn sjá um að kitla hláturtaugarnar og að lokum mun Þorvaldi Jónsson spila á nikkuna og halda uppi söng og dansfjöri. Ágústa og Hafsteinn munu sjá um að við fáum okkur snúning á dansgólfinu. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
Skráning í síma 557-3280
Verið velkomin í Fella- og Hólakirkju