Félagsstarf aldraðra hefst með kyrrðarstund kl. 12. Þórey Dögg Jónsdóttir djákni og framkvæmdastjóri Eldriborgararáðs Reykjavíkurprófastasdæma hefur umsjón með stundinni. Súpa, spil og handavinna á sínum stað. Gestur okkar kemur frá ættfræðingafélaginu með mjög áhugavert og skemmtilegt erindi.
Allir velkomnir og hlökkum til að sjá ykkur sem flest