Guðsþjónusta kl. 11 sunnudaginn 22. febrúar. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar fyrir altari. Kór kirkjunnar syngur dægulög undir stjórn Eyþórs Wechner Franzsons. Í tilefni konudagsins lesa konur ritningalestra og bænir og Sigurborg Sveinbjörnsdóttir fyrrverandi Leikskólastjóri flytur hugvekju. Eftir guðsþjónustu bjóða karlar upp á vöfflukaffi.
Á sama tíma er sunnudagsskólinn í umsjá Péturs og Hreins.
Allir hjartanlega velkomnir.