Fimmtudaginn 12. febrúar eru foreldramorgnar í kirkjunni frá kl. 10 – 12. Að þessu sinni fáum við gesti frá heilsugæslunni.
Góð samvera í hlýlegu umhverfi kirkjunnar. Jóhanna og Kristín taka vel á móti ykkur. Allir foreldrar eru velkomnir og börnin eru frá því að vera örfárra vikna upp að leikskóla aldri. Ekki láta hugsunina um að þú „þekkir ekki neinn“ stoppa þig, yfirleitt eru alltaf ný andlit á morgnunum og gaman þegar bætist í hópinn okkar. Vertu með! 🙂