Eldri borgarastarfið hefst kl. 12 með kyrrðarstund. Að þessu sinni fáum við góða heimsókn frá Bústaðarkirkju. Hólmfríður Ólafsdóttir djákni kemur í heimsókn og ætlar að segja okkur frá eldir borgarastarfinu í Bústaðarkirkju. Hún ætlar einnig að kenna okkur nokkrar góðar leikfimis- og teyjuæfingar. Súpan, kaffið og gott meðlæti á sínum stað. Eigum góða samveru saman, spilum, spjöllum og sinnum handavinnu. Framhaldssagan og fyrirbænastund í lokin. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Allir hjartanlega velkomnir nú sem endranær.