Næsta fimmtudag verður eins og áður foreldramorgun frá 10 – 12. Að þessu sinni sjá Guðný Einarsdóttir organisti og Kristín djákni um stundina. Guðný heldur kynningu á krílasálmanámskeiðinu sem er frábær tónlistarnámskeið í kirkjunni fyrir ungbörn og foreldra þeirra. Endilega gefið ykkur tíma til að koma og kynnið ykkur námskeiðið. Það gefst líka tækifæri til að spjalla saman og fá sér kaffi og meðlæti. Morgnarnir eru opið hús fyrir alla foreldra ungra barna, þátttakendum að kostnaðarlausu. Hlökkum til að sjá ykkur.