Það er alltaf gaman hjá okkur á foreldramorgnum. Á morgun kemur Ragnhildur djákni og spjallar um sjálfsmyndina.
Heitt á könnunni og huggulegt meðlæti sem Kristín og Jóhanna reiða fram.
Það er upplagt að kíkja í heimsókn með krílin sín og eiga huggulega stund saman.
Allir hjartanlega velkomnir.
Hlökkum til að sjá ykkur.