Eldri borgarastarfið hefst á morgun með kyrrðarstund kl. 12:00 – 16:00 Þetta er fyrsta samverustundin á þessu hausti. Nýráðin djákni Kristín Kristjánsdóttir mun leiða starfið í vetur og með henni eru þær Jóhanna og Kristín sem töfra fram súpu, kaffi og meðlæti. Eyþór Franzson Wechner organisti sér um tónlistina en hann mun leysa Guðnýu Einarsdóttur af fram á vor.
Við munum halda hefðbundinni dagskrá, spila, spjalla og prjóna ásamt því að fá til okkar góða gesti með fróðleg og skemmtileg erindi.
Allir velkomnir.