Sunnudagskólinn hefst aftur eftir sumarfrí
Sunnudaginn 7.september hefst barnastarfið aftur eftir sumarfrí. Við byrjum af krafti á fjölskylduguðsþjónustu kl. 11.00. Það verður mikil hátíð, söngur, Viktor kemur í heimsókn og öll börn fá kirkjubók og límmiða fyrir mætingu.
Pétur og Hreinn mæta aftur hressir og tilbúnir til starfa.
Biblíusaga – Sunnudagaskólaefnið verður kynnt.
Prestur Guðmundur Karl Ágústsson
Verið öll velkomin