Morgunguðsþjónusta kl. 11. Prestur Svavar Stefánsson. Organisti Guðný Einarsdóttir. Kór kirkjunnar syngur. Eftir guðsþjónustuna er boðið upp á súpu og brauð í safnaðarsal kirkjunnar.
Fermingarstörfin í Fellasókn byrja þennan dag og verður stuttur kynningarfundur eftir súpuna með fermingarbörnum og foreldrum þeirra um fermingarstörfin sem framundan eru.