Kyrrðarstund og kirkjustarf aldraðra
Kyrrðarstund kl. 12. Súpa á eftir.
Kirkjustarf aldraðra kl. 13-16
Í dag verða tónleikar en það er Sönghópurinn Boudoir sem syngur hressileg lög undir stjórn Julian Hewlett. Boudoir er franska og þýðir kvennadyngja sem er einmitt við hæfi því Sönghópurinn Boudoir samanstendur af átta faglærðum söngkonum sem unun er á að hlýða. Julian Hewlett annast einnig undirleik.
Spilin, spjallið og handavinnan verður á sínum stað sem og framhaldssagan, Hemmi Gunn. Fyrirbænastund í lokin.
Umsjón: Ólöf Margrét Snorradóttir
Allir velkomnir!