Skírdagur 17. apríl
Kl. 11 Fermingarguðsþjónusta í Hólabrekkusókn. Séra Guðmundur Karl Ágústsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Fella- og Hólakirkju syngur og leiðir almennan safnaðarsöng ásamt stúlkum úr Litrófinu. Stjórnandi og organisti Guðný Einarsdóttir.
Fermd verða: Aníta Marín Sigurvinsdóttir, Auður Sif Ingvarsdóttir, Bjarni Þór Sverrisson, Daníel Finns Matthíasson, Einar Sverrisson, Eygló Ibsen Valsdóttir, Friðrik Daði Smárason, Guðrún Helga Darradóttir, Guðrún Ýr Pétursdóttir, Helgi Björn Agnarsson, Ívar Kristinsson, Krista Einarsdóttir, Nanna Olga Jónsdóttir, Rakel Hlynsdóttir, Rúna Björt Ármannsdóttir, Sigurður Breki Sigurðsson, Sigurjón Grímsson, Steinunn Ösp Pálmadóttir.
Kl. 14 Fermingarguðsþjónusta í Fellasókn. Séra Svavar Stefánsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Fella- og Hólakirkju syngur og leiðir almennan safnaðarsöng ásamt stúlkum úr Litrófinu. Stjórnandi og organisti Guðný Einarsdóttir.
Fermd verða: Analía Rósmary Midjord, Gabriel Freyr Quintana, Sara Björt Martin, Skjöldur Birgisson, Vilborg Helga Bergþórsdóttir
Föstudagurinn langi 18. apríl
Kl. 11 Píslarsagan í tali og tónum. Séra Guðmundur Karl Ágústsson og Ólöf Margrét Snorradóttir lesa píslarsöguna. Söngurhópurinn Boudoir syngur milli lestra. Stjórnandi og organisti Julian Hewlett. Meðal laga eru lög eftir Julian Hewlett, atriði úr verkinu Crucifixion eftir J. Stainer og Stabat Mater Dolorosa eftir Pergolesi. Meðhjálpari: Kristín Ingólfsdóttir.
Kl. 20 Fyrirlestur um sorg vegna sjálfsvíga. Séra Svavar Stefánsson.
Páskadagur 20. Apríl
Upprisinn er hann, húrra, húrra!
Hátíðarguðsþjónusta kl. 08. Séra Svavar Stefánsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Guðmundi Karli Ágústssyni. Kór Fella- og Hólakirkju syngur og leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Sólveigar Önnu Aradóttur organista.
Sunnudagaskóli á sama tíma. Hreinn og Pétur stjórna páskaeggjaleit.
Boðið er upp á morgunmat í safnaðarheimili að lokinni hátíðarguðsþjónustu. Meðhjálparar og kirkjuverðir eru Kristín Ingólfsdóttir og Jóhanna Freyja Björnsdóttir.
Verið hjartanlega velkomin í kirkjuna!