Kyrrðarstund kl. 12 í umsjá Ólafar Margrétar Snorradóttur. Minnumst píslargöngu Krists. Guðný Einarsdóttir leikur á orgel, Heiðrún Guðvarðardóttir syngur Ave verum Corpus eftir Mozart.
Kirkjustarf aldraðra hefst kl. 13. Verðum á lágstemmdum nótum nú í dymbilviku og hlýðum á nokkra Passíusálma Hallgríms og orgelleik inn á milli.
Spil, spjall og handavinna á sínum stað.
Umsjón Ólöf Margrét Snorradóttir.
Allir velkomnir