Kæru vinir!
Sunnudaginn 30. mars er messa kl. 11. Séra Svavar Stefánsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Fella- og Hólakirkju syngur undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur organista. Meðhjálpari Jóhanna Freyja Björnsdótttir.
Fermd verður Díana Ýr Reynisdóttir.
Sunnudagaskóli á sama tíma í umsjá Hreins og Péturs. Í dag ætla þeir að fræða okkur um dýrin. Söngur, saga og mikið fjör að vanda.
Allir velkomnir.