Kyrrðarstund og kirkjustarf aldraðra
Kl. 12 Kyrrðarstund. Tónlist, hugleiðing og bæn. Umsjón: Steinunn Þorbergsdóttir djáknanemi. Súpa á vægu verði eftir stundina.
Kl. 13 Kirkjustarf aldraðra. Steinunn Þorbergsdóttir djáknanemi sér um dagskrána. Góður tími fyrir spil, spjall og handavinnu, eða til að kíkja í blöðin áður en við drekkum kaffið og hlýðum á framhaldssöguna. Fyrirbænastund í lokin.
Allir velkomnir.