Kæru vinir!
Sunnudaginn 23. mars er messa kl. 11. Séra Svavar Stefánsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Fella- og Hólakirkju syngur og leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur organista. Meðhjálpari Kristín Ingólfsdóttir.
Fyrstu fermingarbörnin verða fermd en það eru þeir:
Kristófer Rúnar Guðjónsson og Sævar Breki Einarsson.
Sunnudagaskóli er á sama tíma í umsjá Hreins og Péturs. Í dag verður myndatökudagurinn mikli svo sólskinsbrosið má ekki vanta. Söngur, saga og mikið fjör að vanda.
Allir velkomnir.