Kæru vinir!
Sunnudaginn 16. mars er guðsþjónusta kl. 11. Séra Guðmundur Karl Ágústsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Fella- og Hólakirkju syngur og leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti er Guðný Einarsdóttir. Meðhjálpari Jóhanna Freyja Björnsdóttir.
16. mars er annar sunnudagur í föstu, hann er líka Gvendardagur það er messudagur Guðmundar góða Hólabiskups. Í guðspjalli dagsins segir frá samskiptum Jesú og kanversku konunnar (Matt 15.21-28).
Sunnudagaskóli er á sama tíma í umsjá Hreins og Péturs. Nú verður haldið upp á afmælið hans Viktors. Saga, Söngur og gleði að vanda.
Allir hjartanlega velkomnir!
Hvað skyldi Viktor vera gamall?